Eintóm geðveiki
ég eyði tímanum í að hugsa
um allt sem ég get ekki gert

ég eyði tímanum í að hugsa
um allt sem að allir segja um mig

ég eyði tímanum í að hugsa
um hluti sem enginn annar hugsar um

ég eyði tímanum í að hugsa
um allt sem ég ætti að gera

og ég eyði tímanum í að hugsa
um þetta rugl sem ég var að skrifa á blað

og hvers vegna þú.. heldur ekki bara kjafti.. já
abb abb.. nei nei.. ekki segja neitt
ha? Það varðar mig ekkert um..
það er ég sem er klikkaður en ekki þú
það er ég sem er ég en þú sem ert þú..
en ef ég er ég og þú ert þú.. hver er þá þessi þarna
sem er að skrifa niður þennan texta fyrir mig?

Ekki eyða tímanum að hugsa um það
því þá verður þú..snargeðveik/ur eins og ég!  
Daníel Þórhallsson
1981 - ...
Undanfarna daga hef ég haft of mikinn tíma fyrir sjálfan mig, hugsa um alla hluti sem ég á ekki, hef ekki hæfileika til að gera, hvað ég ættti að vera að gera núna og hvað aðrir hugsa um mig. Ég er orðinn þreyttur á þessari gagnrýni allstaðar í kringum mig og allir virðast vilja segja mér hvernig ég á að lifa mínu lífi.. en ég geri þá bara eins og eg vill gera þá og fyrir það er ég kallaður klikkaður! Svo fór ég í mjög klikkaða pælingu um hvernig heimurinn væri ef að við værum bara hluti af einum sims tölvuleik, og ég væri ekki að skrifa þennan texta niður heldur sá sem er í tölvuleiknum.. og fyrir honum heyrir hann mig ekki tala, heldur bara.. djabba.. djibb, ahh, eins og er í öllum sims leikjum. Ef að ég er ég og þú ert þú, hver er þá þessi þarna sem er að skrifa niður þennan texta fyrir mig.. og það þarf varla að spyrja að ef þú ferð að pæla meira ut í þetta.. þá verður þú snargeðveik/ur eins og ég


Ljóð eftir Daníel

Einfaldlega þú sjálfur
Eintóm geðveiki
Brostið hjarta
Með von um frið