Með von um frið
Það má ekki tala við gamalt fólk, því þá er maður skrýtinn.
Það má ekki tala við sjálfan sig, því þá er maður klikkaður.
Það má ekki tala við dúkkur, því þá er maður ekki nógu þroskaður.
Það má ekki tala við kennara, því þá er maður kennarasleikja.
Það má ekki tala á bókasafni, því þá er maður sussaður.
Það má ekki tala við guð, því hann er ekki til.
Og það má ekki þykja vænt um mömmu sína því þá er maður mömmustrákur

Við hvern í andskotanum, á maður þá að tala,
þegar alls staðar þar sem maður fer,
er manni grýtt eins og ber.

Og allt það sem maður vildi segja,
er maður neyddur til að þegja,
og allt það sem maður vildi gera,
verður í einu andartaki, bara að deyja!  
Daníel Þórhallsson
1981 - ...
Ég held að ljíð lýsi sér alveg sjálft, þetta er bara fordómar sem fylgja lífinu, og maður er auðvitað það vitlaus að fara eftir því.. eða það hef ég gert.. ég tala ekki við dúkkur þó svo að Goodluck vilji alltaf spjalla, ég tala við kennara en mér líður alltaf innra með mér eins og ég sé þessi kennarasleikja þegar ég geri það, þegar ég er á bókasafni þá má ekki tala, og ef ég tæki uppá því að tala við guð þá myndi fólk halda að ég væri að tala við sjálfan mig og örugglega eitthvað geðveikur.. ég fer stundum með mömmum í búðir að kaupa föt á mig, en ég á að vera svo sjálfstæður og mér líður alltaf illa þegar hun kemur fram við mig eins og krakka, en samt þykir mér auðvitað vænt um hana.. en það hafa allir sitt stollt.. allir vilja fitta inn.. og það er bara ógeðslegt að viðurkenna það að ég geri sjaldan mikið af því sem ég má ekki.. og útaf því líður mér mjög illa. Talaðu maður, talaðu!!!


Ljóð eftir Daníel

Einfaldlega þú sjálfur
Eintóm geðveiki
Brostið hjarta
Með von um frið