veðursins værukærð
sólin virðist kúra löt undir þykkri og grámöskvasaumuðu
skýjaábreiðunni. út úr litlu rifunum má sjá geisla hennar
sem hljóðlátar hrotur - og ég veit nú að hún mun seint
vakna. ljósið allt í kring er framkallað úr rafmögnuðum
perum - sem megna sín lítils gagnvart skammdegisins árás.
vindurinn byltir sér í mókinu sínu og hreyfingar hans kalla
fram lítillátan en greinilegan gust. hár okkar dansa í takt
við hægan andardrátt kára og á húð okkar sest döggin sem
runnu úr hvörmum andrúmsloftsins. trén syngja bakraddirnar.
á götunum hlaupa til örlítil sandkorn sem nýta sér tækifærið
og leika hróka þessa lágstemmda fagnaðar. plastpokarnir og
svalafernurnar sem duttu úr fangelsum heimilanna leika sér
fljúgandi um loftið - sem hrafnar í háloftum. í fjarskanum
má heyra tónlist úr fjarlægum búðarglugga:
í mókinu dvel ég og í þögninni sef
vetrarárstíðin er laus við allt þref
náttúran tekur undir sönginn svo tær
og í hlutleysisveðri er ég værukær.
milli vetrar og vors líður furðulegur tími. tími sem einkennist
af skringilegu veðri. ég læt skammdegið seitlast inn um hverja
frumu mína. eftir örskamma stund mun myrkrið loks dvína.
skýjaábreiðunni. út úr litlu rifunum má sjá geisla hennar
sem hljóðlátar hrotur - og ég veit nú að hún mun seint
vakna. ljósið allt í kring er framkallað úr rafmögnuðum
perum - sem megna sín lítils gagnvart skammdegisins árás.
vindurinn byltir sér í mókinu sínu og hreyfingar hans kalla
fram lítillátan en greinilegan gust. hár okkar dansa í takt
við hægan andardrátt kára og á húð okkar sest döggin sem
runnu úr hvörmum andrúmsloftsins. trén syngja bakraddirnar.
á götunum hlaupa til örlítil sandkorn sem nýta sér tækifærið
og leika hróka þessa lágstemmda fagnaðar. plastpokarnir og
svalafernurnar sem duttu úr fangelsum heimilanna leika sér
fljúgandi um loftið - sem hrafnar í háloftum. í fjarskanum
má heyra tónlist úr fjarlægum búðarglugga:
í mókinu dvel ég og í þögninni sef
vetrarárstíðin er laus við allt þref
náttúran tekur undir sönginn svo tær
og í hlutleysisveðri er ég værukær.
milli vetrar og vors líður furðulegur tími. tími sem einkennist
af skringilegu veðri. ég læt skammdegið seitlast inn um hverja
frumu mína. eftir örskamma stund mun myrkrið loks dvína.
Fjallar um skammdegið sem ríkir núna á Íslandi... reyndar er að birta aðeins til núna en engu að síður koma dagar eins og sá sem lýst er í ljóðinu... dull dagar.