Víma IV - Lokapartur
ég er viss um þá tilfinningu sem ég hjarta mér dvelur
það þýðir ei að læðast nú og fara í felur
fullkomni engill - ég hef gefið þér fögur nöfn
en í birtingu sé ég ei - ást okkar í höfn...
hamingja við það eitt að heyra þig anda
er þú sofnar og samtölin okkar stranda
ég þori ekki að leggja niður tólið
og hlusta því lengur og forðast bólið...
ég sit einn og stari á vegginn - ekkert hljóð
vil eyða öllum tíma - í að skrifa þetta ljóð
því í lampaskímu einn í vöku - ljúfa jólanótt
vil frekar hugsa um þig - en sofa vært og rótt...
gefðu mér
gefðu mér frið
vaktu með mér og vertu mér við hlið
því ég er fangi í búri
og einmana kúri
með símann
mér við hlið...
mér er sama um alla og gagnrýnisraddir
því þú tókst allt mitt dimma - og gladdir
ég myndi frekar dvelja með þér en hinum
því að á toppi trjónir þú - af öllum mínum vinum...
sæla - af því einu að þekkja þig svo mikið
og um leið dafnar allt annað hér fyrir vikið
sæla - af því einu að heyra þig tala við mig
ég er ekki feiminn - ekki í felum... ég elska þig...
svo gefðu mér frið
og gefðu mér frelsi
vertu mér við hlið
undir hamingjunnar pelsi...
taktu þátt í tilveru minni
trúi ekki á engla - en trúi á þig
gríptu mig - lokaðu mig inni
svo haltu mér föstum
og frelsaði mig...
haltu mér föstum
og frelsaði mig...
það þýðir ei að læðast nú og fara í felur
fullkomni engill - ég hef gefið þér fögur nöfn
en í birtingu sé ég ei - ást okkar í höfn...
hamingja við það eitt að heyra þig anda
er þú sofnar og samtölin okkar stranda
ég þori ekki að leggja niður tólið
og hlusta því lengur og forðast bólið...
ég sit einn og stari á vegginn - ekkert hljóð
vil eyða öllum tíma - í að skrifa þetta ljóð
því í lampaskímu einn í vöku - ljúfa jólanótt
vil frekar hugsa um þig - en sofa vært og rótt...
gefðu mér
gefðu mér frið
vaktu með mér og vertu mér við hlið
því ég er fangi í búri
og einmana kúri
með símann
mér við hlið...
mér er sama um alla og gagnrýnisraddir
því þú tókst allt mitt dimma - og gladdir
ég myndi frekar dvelja með þér en hinum
því að á toppi trjónir þú - af öllum mínum vinum...
sæla - af því einu að þekkja þig svo mikið
og um leið dafnar allt annað hér fyrir vikið
sæla - af því einu að heyra þig tala við mig
ég er ekki feiminn - ekki í felum... ég elska þig...
svo gefðu mér frið
og gefðu mér frelsi
vertu mér við hlið
undir hamingjunnar pelsi...
taktu þátt í tilveru minni
trúi ekki á engla - en trúi á þig
gríptu mig - lokaðu mig inni
svo haltu mér föstum
og frelsaði mig...
haltu mér föstum
og frelsaði mig...
Lokaparturinn í Vímuljóðunum. Öll ljóðin eru í raun sjálfstæð en engu að síður hafa þau svipað inntak.