

Fallegar skýjaborgir hins kappsfulla fjarnema falla til jarðar um leið og hann stígur út úr síðasta prófinu.
Honum fallast hendur og mætir í hina vinnuna sína eftir hádegi.
Draumarnir um ilm af kanil, ajaxi og eplum hverfa í gleymsku hins þreytta hugar.
Jólin koma samt sem áður og rykhrúgurnar hírast ennþá í hornunum.
Best að hafa bara kveikt á jólaljósunum til að þær sjáist ekki eins vel.