Spegilbrot
Í morgun sá ég minningu gamla - sem visið gras á sléttunni kalið
Hver var hún þessi fallega sýn - sem í huga mínum hefur dvalið?
Gegnum ísað hjarta mitt - ofsóknaræði - og minn sýkta, brjálaða huga
Hafði hún geymt sig - gleymd - og þar sem hún mátti mér ei duga...
Ég starði og barði í kollinn minn gáttaður - hvar hafði hún verið?
Því ei gat ég séð hana - blindaður af tárum - séð þar bak við glerið
Hún var ætíð þarna - ég leitaði aldrei - ég gleymdi mér agnarögn
Hjarta mitt sýkt - gleði mín týnd - mín eigin ragnarrögn...
En nú horfi ég stoltur á spegilmynd mína - hún er örlítið þreytt
Baugu undir augum - fölleit - skeggjuð - að öllu leiti breytt
En bak við augun - þar sem ég leitaði aldrei - leynist ennþá hlátur
Og minningar um hinn gamla mig - kalla fram gleðigrátur...
Með hlæjandi tárunum ég horfi á mig - ásýnd mína fríða
Allt hefur breyst á örskotsstundu - þó biðin var lengi að líða
Ég fann mig sjálfan að lokum - rataði inn á hinn rétta veg
Þessi fyrrum týnda sál - frelsaðist nú - ég er aftur orðinn ég...
Spegilmynd - þú getur teymt mig héðan brott
Bak við glerið - þar sem lífið er glatt og gott
Dragðu mig burt - þar sem draumar mínir bíða
Sýndu mér staði - þar sem tíminn er lengi að líða
Þar sem fagrar meyjar - fríðir piltar - hlæja dátt
Stíga dans inn í ljósdökka nótt - og syngja hátt
Þar sem við kúrum undir teppi - fyrir framan arininn
Ég stari á sjálfan mig - brýt spegilinn - og hoppa inn...
Hjarta mínu er hætt að svíða
Og ég læt mig inn í draumana líða...
Hver var hún þessi fallega sýn - sem í huga mínum hefur dvalið?
Gegnum ísað hjarta mitt - ofsóknaræði - og minn sýkta, brjálaða huga
Hafði hún geymt sig - gleymd - og þar sem hún mátti mér ei duga...
Ég starði og barði í kollinn minn gáttaður - hvar hafði hún verið?
Því ei gat ég séð hana - blindaður af tárum - séð þar bak við glerið
Hún var ætíð þarna - ég leitaði aldrei - ég gleymdi mér agnarögn
Hjarta mitt sýkt - gleði mín týnd - mín eigin ragnarrögn...
En nú horfi ég stoltur á spegilmynd mína - hún er örlítið þreytt
Baugu undir augum - fölleit - skeggjuð - að öllu leiti breytt
En bak við augun - þar sem ég leitaði aldrei - leynist ennþá hlátur
Og minningar um hinn gamla mig - kalla fram gleðigrátur...
Með hlæjandi tárunum ég horfi á mig - ásýnd mína fríða
Allt hefur breyst á örskotsstundu - þó biðin var lengi að líða
Ég fann mig sjálfan að lokum - rataði inn á hinn rétta veg
Þessi fyrrum týnda sál - frelsaðist nú - ég er aftur orðinn ég...
Spegilmynd - þú getur teymt mig héðan brott
Bak við glerið - þar sem lífið er glatt og gott
Dragðu mig burt - þar sem draumar mínir bíða
Sýndu mér staði - þar sem tíminn er lengi að líða
Þar sem fagrar meyjar - fríðir piltar - hlæja dátt
Stíga dans inn í ljósdökka nótt - og syngja hátt
Þar sem við kúrum undir teppi - fyrir framan arininn
Ég stari á sjálfan mig - brýt spegilinn - og hoppa inn...
Hjarta mínu er hætt að svíða
Og ég læt mig inn í draumana líða...