

öll rauð blóðkorn... ósynd
öll hvít blóðkorn... blind
sýklar sleppa inn - í líkama minn
og fullkomna brátt þessa hryggðarmynd...
allar vöðvafrumur... rýrar og dofnar
allar sinar... slitnar og rofnar
lífið út fjarar - ég bíð himnafarar
um leið og augun lokast og hann sofnar...
veikur í rúminu... dofinn
aleinn í húminu... ósofinn
því ég innbyrti eitur - slappur og feitur
nú fell ég frá leiður og klofinn...
öll hvít blóðkorn... blind
sýklar sleppa inn - í líkama minn
og fullkomna brátt þessa hryggðarmynd...
allar vöðvafrumur... rýrar og dofnar
allar sinar... slitnar og rofnar
lífið út fjarar - ég bíð himnafarar
um leið og augun lokast og hann sofnar...
veikur í rúminu... dofinn
aleinn í húminu... ósofinn
því ég innbyrti eitur - slappur og feitur
nú fell ég frá leiður og klofinn...