Víma I
blátt fleymið sem liggur latt fyrir ofan höfuð mitt
reykir mariúana og skilur eftir sig hvít ský
þau rofna og leka niður á mig...
björt sólin svíður dökksvarta augasteinana í höfði mínu
blindast og ég skjögra sveittur um líflausa borgina
fell í tárpolla náttúrunnar á köldu malbikinu...
lít upp til þess eins að horfa á grasstráin dansa í roki
horfi niður til að sjá sandkornin flýja undan stormi
en ég stend hérna kyrr til að mæta mínum örlögum...
þreyttur eftir næturinnar drauma
latur eftir lífsins löngu göngu
rifinn sundur milli stríðra strauma
brotinn í sundur fyrir svo löngu...
í freistingar frelsi ég lifi glaður
fíknin er svo góð hérna niðri í hel
fyrrverandi engill og góður maður
nú loksins líður mér vel...
gatan kólnar undan árás tunglsins og sólin flýr senn
skýin litast svört og gluggar húsanna gráta enn
líkt og gluggar sálna okkar allra...
kúlan sem við skríðum á
jörðin sem við yrkjum
ástin sem við hörfum frá
og gleðin sem við kyrkjum...
börnin að leik í menguðum ám
kókaín í nösum fyrirmynda
saklausar sálir horfa nú á klám
allir hérna á jörðu syndga...
en eitt lifir að eilífu og það er sú ást sem við finnum
lífið öðlast tilgang um leið og hún kemur
sama hvaða leið hún kemur hlaupandi...
farinn á vit draumanna
farinn á vit ástarinnar
ég held þá leið er ég kýs
meðan tunglið ennþá rís
tek mitt dóp og drukkna í mér
því öll mín ást er einmitt hér
ég þarf ekki að leita lengur
fundinn er minn ástarfengur
fundin er mín bjarta skíma
hérna rétt við hliðina á mér...
lífið mitt er víma...
meðan það er við hliðina á þér...
reykir mariúana og skilur eftir sig hvít ský
þau rofna og leka niður á mig...
björt sólin svíður dökksvarta augasteinana í höfði mínu
blindast og ég skjögra sveittur um líflausa borgina
fell í tárpolla náttúrunnar á köldu malbikinu...
lít upp til þess eins að horfa á grasstráin dansa í roki
horfi niður til að sjá sandkornin flýja undan stormi
en ég stend hérna kyrr til að mæta mínum örlögum...
þreyttur eftir næturinnar drauma
latur eftir lífsins löngu göngu
rifinn sundur milli stríðra strauma
brotinn í sundur fyrir svo löngu...
í freistingar frelsi ég lifi glaður
fíknin er svo góð hérna niðri í hel
fyrrverandi engill og góður maður
nú loksins líður mér vel...
gatan kólnar undan árás tunglsins og sólin flýr senn
skýin litast svört og gluggar húsanna gráta enn
líkt og gluggar sálna okkar allra...
kúlan sem við skríðum á
jörðin sem við yrkjum
ástin sem við hörfum frá
og gleðin sem við kyrkjum...
börnin að leik í menguðum ám
kókaín í nösum fyrirmynda
saklausar sálir horfa nú á klám
allir hérna á jörðu syndga...
en eitt lifir að eilífu og það er sú ást sem við finnum
lífið öðlast tilgang um leið og hún kemur
sama hvaða leið hún kemur hlaupandi...
farinn á vit draumanna
farinn á vit ástarinnar
ég held þá leið er ég kýs
meðan tunglið ennþá rís
tek mitt dóp og drukkna í mér
því öll mín ást er einmitt hér
ég þarf ekki að leita lengur
fundinn er minn ástarfengur
fundin er mín bjarta skíma
hérna rétt við hliðina á mér...
lífið mitt er víma...
meðan það er við hliðina á þér...
Allra-ALLRA sísta ljóðið í Vímu-flokkinum en mér fannst samt nauðsynlegt að láta það inn með hinum "Vímuljóðunum" - svona til að búa til seríu.