

Ég geng um borgina í leit af lífi, ég svipast um en það eina sem ég sé eru rústir sem áttu eitt sinn sögu, tómar augntóftir rústana stara á mig með kaldhæðni hins bugaða manns. Á götunni liggur líkami lítils barns, kaldur og líflaus. Sakleysir ristir rúnir sínar í andlit þess sem skín af sársauka og vantrú yfir grimmd þess er deyði það. Borgin gleypir sársauka og örvæntingahróp mín þar sem ég sit með barnið í fanginu og grátbið um hjálp, en það eina sem mætir mér er hæðnishlátur hinnar þögulu borgar.
Agnes.
Agnes.