Þú og dauðinn
Ég finn tárin renna niður vanga
minn þegar ég horfi á eftir
kistu þinni niður í svarta gröfina,
samviskan nagar mig og ég hugsa
hví ekki ég? Afhverju þú sem varst
svo saklaus og hrein líkt og barn
sem lítur heiminn augum
í fyrsta sinn. Ég öskra og steyti
hnefum mínum að drottni og spyr
afhverju en þögnin ein mætir mér,
líkt og veggur sem aðeins þeir dauðu
komast gegnum.  
Agnes
1985 - ...


Ljóð eftir Agnesi Ósk Þorgrímsdóttur

Blóð
Þú og dauðinn
Ást
Langt í burtu
Angist
Stjörnur
Tár
Þögla borgin
Hafið
Lífið
Tómið
Ég hata fólk!
Glerbrot