Þögla borgin
Ég geng um borgina í leit af lífi, ég svipast um en það eina sem ég sé eru rústir sem áttu eitt sinn sögu, tómar augntóftir rústana stara á mig með kaldhæðni hins bugaða manns. Á götunni liggur líkami lítils barns, kaldur og líflaus. Sakleysir ristir rúnir sínar í andlit þess sem skín af sársauka og vantrú yfir grimmd þess er deyði það. Borgin gleypir sársauka og örvæntingahróp mín þar sem ég sit með barnið í fanginu og grátbið um hjálp, en það eina sem mætir mér er hæðnishlátur hinnar þögulu borgar.

Agnes.
 
Agnes
1985 - ...


Ljóð eftir Agnesi Ósk Þorgrímsdóttur

Blóð
Þú og dauðinn
Ást
Langt í burtu
Angist
Stjörnur
Tár
Þögla borgin
Hafið
Lífið
Tómið
Ég hata fólk!
Glerbrot