sorg
Þegar ég hugsa um þig
læðast tárin fram í augun
en halda sér fast
í augasteinana

vilja ekki sýna sig
vilja ekki vera til sýnis

þegar ég er ein
missa þau takið
 
Ásdís Björg
1986 - ...


Ljóð eftir Ásdísi Björgu

Til þín
sigur
sorg
Án titils