Barnaþula
Þau áttu sér lítið leyndarmál
um kossa og eskimóa
\"saklaus leikur\" það sagði hann
leikur sem hann skyldi þróa
Hún flissaði og hló í þessum litla leik
því hún vissi ekki þá
að leikurinn fljótt myndi breytast í
eitthvað sem hún ei áttaði sig á
Lifandi veran sem stúlkan var
fór kvöld eitt í sitt bað
hún hvarf það kvöld í fyrsta sinn
það kom brúða í hennar stað
Brúðuna hafði hann búið til
úr sínum dimmustu hugarórum
hún birtist þegar hann óskaði þess
á meðan beið stúlkan í sárum
Hún skildi ekki það sem í gangi var
og lét því stjórnandann ráða
vildi hann hana eða brúðuna
hún gat ei verið þær báðar
Að kjafta frá var ekki hægt
það var hún búin að læra
þetta var henni að kenna hún viss það
hún vildi ekki mömmu særa
Eftir stutta ævi hún vissi ekki margt
en eitt var satt og sannað
eini maðurinn sem hún treysti þá
hafði kennt henni að svona er bannað
Það eina sem hún gat huggað sig við
að hún sjálf lék ekki þennan leik
hún beið bara á með hann lauk sér af
það var brúðan sem kom á kreik
Eftir þúsund skipti það gerðist loks
það sem hún lengi hafði eftir beðið
hann gekk of langt og gat ei meir
\"Ég er frjáls, getur það verið?\"
\"Þetta er búið\" hugsaði hún með sjálfri sér
er hún var ein þó að hann væri heima
\"brúðan er ekki lengur hluti af mér
best að grafa hana og öllu gleyma\"
um kossa og eskimóa
\"saklaus leikur\" það sagði hann
leikur sem hann skyldi þróa
Hún flissaði og hló í þessum litla leik
því hún vissi ekki þá
að leikurinn fljótt myndi breytast í
eitthvað sem hún ei áttaði sig á
Lifandi veran sem stúlkan var
fór kvöld eitt í sitt bað
hún hvarf það kvöld í fyrsta sinn
það kom brúða í hennar stað
Brúðuna hafði hann búið til
úr sínum dimmustu hugarórum
hún birtist þegar hann óskaði þess
á meðan beið stúlkan í sárum
Hún skildi ekki það sem í gangi var
og lét því stjórnandann ráða
vildi hann hana eða brúðuna
hún gat ei verið þær báðar
Að kjafta frá var ekki hægt
það var hún búin að læra
þetta var henni að kenna hún viss það
hún vildi ekki mömmu særa
Eftir stutta ævi hún vissi ekki margt
en eitt var satt og sannað
eini maðurinn sem hún treysti þá
hafði kennt henni að svona er bannað
Það eina sem hún gat huggað sig við
að hún sjálf lék ekki þennan leik
hún beið bara á með hann lauk sér af
það var brúðan sem kom á kreik
Eftir þúsund skipti það gerðist loks
það sem hún lengi hafði eftir beðið
hann gekk of langt og gat ei meir
\"Ég er frjáls, getur það verið?\"
\"Þetta er búið\" hugsaði hún með sjálfri sér
er hún var ein þó að hann væri heima
\"brúðan er ekki lengur hluti af mér
best að grafa hana og öllu gleyma\"