Kveddu heiminn
Heldurðu að af lífi geti bara sprottið líf
líf sem hverfur undireins með þessum beitta hníf ?
Eða liggur meira að baki,til dæmis brostið hjarta
brunninn ástareldur eignast framtíðina svarta ?

Vonir horfnar, farnar, virðast hverfa sína leið
vex í brjósti hugsun sem á fyrri tímum beið
hugsun um að enda, hylja sorgir kvaldar
hugsun um að eyða þessu, sorgum svo vel faldar ?

Ég mundi gefa heiminn fyrir hamingju á ný
en hatur bindur líkama í myrkurs dekksta ský
gefðu mér þá kraftinn, hverfa burt af jörðu
kasta út mínu hjarta, illa förnu og mörðu.

Láttu þetta enda, þetta helvíska líf-
loks gríp ég til eigin ráða- ég hef minn eigin hníf.



 
Eyrún
1987 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Hatur lífsins
Who feels love ?
Kveddu heiminn
I am so dirty..
Fórnir ástarinnar