Ást við fyrstu sýn ?
Eitt sinn á gangi ég augu þín leit,
inn í mér kviknaði tilfinning heit.
Aðdáun mína þú augnablik sást
og upplifðir brennandi ást.

Tóku þá örlögin taumana í,
trú mín á lífið nú vaknað´á ný.
Geymi í hjarta mér gleðidag þann
er gagnkvæma ást þína fann.

Örlagavaldur og einstakur galdur
var augnablik það er ég ástina fann.
Á álögum mínum og augunum þínum,
enga ég skýringu kann.  
Þórður Vilberg
1966 - ...


Ljóð eftir Þórð Vilberg

Hugarflug
Gæði ?
Einn
Sönn saga
Bræðralag
Ást við fyrstu sýn ?
Eftirsjá