Vinamissir
Hér sit ég ein, alein og yfirgefin.
Ég græt, græt því ég hef misst vin.
Vinur sem var mér traustur og trúr,
ég tók í hönd hans er hann var súr.
Þegar við lékum saman, saman hjá stóru eikinni.
En nú ertu farinn, horfinn í annan heim.
Þar sem friður og dýrð munu fylgja þér,
en aðeins draumar og fortíð munu fylgja mér.

Þú varst ást mín og draumar,
því á milli okkar neistuðu heitir straumar.
Við leiddumst hönd í hönd,
og tengdumst sterkum vináttubönd.
Þó upp í skýin þú kominn ert,
þá vinur minn þú ávalt sért.
Ég veit þú bíður eftir mér,
því ég vil ætíð vera hjá þér.  
Rakel
1988 - ...
Ég hef nú ekki mikið að segja um þetta ljóð nema það að mig langaði bara að prófa að semja ljóð í frekar sárum eða sorglegum stíl.....ekki það að mér leið svona heldur bara að breyta aðeins til því venjulega hef ég samið ljóð í þeim stíl eins og mér líður hverju sinni en þarna vildi ég bara prófa eitthvað nýtt. vonandi er þetta ekki alveg út í hött....heheh. kv. Rakel


Ljóð eftir Rakel

Vinamissir
Einelti
Þrá