Þrá
Hvað sem gerist,

hvert sem ég fer.

Þú ávallt ert í huga mér.

Hárið dökkt og glansandi,

og augun svo framandi.

Þú heldur mér traustu taki,

og allt það vonda er að baki.

Ekkert í heiminum mun taka þig frá mér,

því ég mun ætíð fylgja þér.

Í gegn um súrt, í gegn um sætt,

því hjartað mitt þú hefur brætt.

Ég dái þig, ég þrái þig.

Ég vona bara að þú viljir mig!!!

 
Rakel
1988 - ...
Þetta ljóð samdi ég bara einn tveir og þrír í einum íslenskutíma í skólanum. Ég viðurkenni það að ég var eitthvað utan við mig þá og hafði þörf fyrir að semja ljóð og þetta var útkoman.....vil líka segja ykkur að ég get verið væmin stundum!!! heheh Takk fyrir. kv.Rakel.


Ljóð eftir Rakel

Vinamissir
Einelti
Þrá