Einelti
Af hverju ég?
Ég sem er alltaf ein.
Hvað er að gerast?
Gerast í þessum heimi.
Marinn líkaminn og glóðurauga.
Handleggurinn brotinn,
ó! hvað það er sárt.
Það er svo sárt að standa ein,
ein á móti tíu, jafnvel hundrað!
Hvað get ég gert, hvað skal segja?
Þetta var martröð,
einelti er martröð!  
Rakel
1988 - ...
Þetta ljóð samdi ég þegar ég var 15 ára og ég samdi það vegna þess að við höfðum verið að tala svo mikið um einelti í skólanum og þá datt mér bara í hug að semja eitt lítið ljóð um það. Ég vildi sýna hve slæmt einelti getur verið og vona að boðskapurinn hafi komist til skila. takk! kv. Rakel


Ljóð eftir Rakel

Vinamissir
Einelti
Þrá