Mánudagur
geng upp götuna
í slabbi
sokkarnir blautir
áhyggjur hellast yfir mig
hvað ef ég myndi nú klúðra því?
þegar ég kem að gangbrautinni
mæti ég lítilli stelpu
í rauðum gúmmístígvélum
sem horfir á mig
og ullar  
Sigrún
1990 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu

Mánudagur
Ævintýri
Hundrað þúsund tár
Já!