Hundrað þúsund tár
Hundrað þúsund hugsanir
saman inní mér.
Langar að komast út
en ég hleypi þeim ekkert

Hundrað þúsund tár
saman inní mér
Langar til að komast út
en ég hleypi þeim ekkert

Því einn daginn
fórst þú
útúr lífinu mínu
og hvað get ég gert?

Lífið heldur áfram!
Jújú, nema hvað?
En samt er eitthvað inní mér
sem er alveg stopp

Hundrað þúsund kossar
er áður gafstu mér
koma aldrei aftur.
 
Sigrún
1990 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu

Mánudagur
Ævintýri
Hundrað þúsund tár
Já!