Blóð Sálar minnar
Sál minni blæðir
henni blæðir vegna allra sára er þú hefur veitt henni.
Hver blóðdropi sem fellur táknar gjörðir þínar. Ég safna þeim í skál og gef þér er ég kveð þig við dyr helvítis. Er þú hittir Satan gefur þú honum skálina hann mun skenkja þér í glas úr henni til eilífðar
og láta þig drekka þá munt þú upplifa allan þann sársauka sem þú hefur veitt mér
og að lokum mun sál þinni byrja að blæða.  
Blængur
1981 - ...


Ljóð eftir Blæng

Blóð Sálar minnar
Heimsendir
Hamingja á bleiku skýi
Þögnin