Þögnin
Ég stend á bryggjunni
himininn grár
vindurinn kaldur
þögnin læðist að mér
þögnin eykst
þögnin tekur yfir.

Ég sting mér
sekk dýpra og dýpra
uns ég finn kaldann hafsbotninn
snerta bak mitt
þögnin er yfirþyrmandi
allt verður svart
þögnin hefur sigrað.

 
Blængur
1981 - ...


Ljóð eftir Blæng

Blóð Sálar minnar
Heimsendir
Hamingja á bleiku skýi
Þögnin