Ástsjúka öspin
Fyrir mörgum árum síðar plöntuðu ástfangin hjón tveimur litlum öspum. Önnur öspin hefur vaxið og orðið að fallegri ösp sem allir dást að. Sterkt og kröftugt tré sem stendur allt af sér og lætur hin trén í skóginum ekki hafa nein áhrif á sig.
Hin öspin, litla öspin, hefur verið viðkvæm frá því hún var gróðursett. Hún faldi sig bakvið sterku öspina svo hún fékk ekki nægt sólarljós. Hún óx hægt. Hún kunni illa að nýta næringuna úr jarðveginum.
Hún lifnaði samt öll við þegar fólk gekk framhjá og sýndi henni athygli. Teygði úr sér og tók vaxtarkipp. Þráði svo ást þeirra og hlýju. Um leið og fólkið yfirgaf hana þvarr henni allur móður og neðstu greinarnar og tóku að hrynja af.
Með árunum hefur hún vaxið vegna allrar þeirrar ástúðar og hlýju sem hún hefur fundið fyrir og er orðin helmingi hærri en sterka öspin. En það er ekkert tignarlegt við hana þar sem nær engar greinar eru á henni. Langur bolur hennar kitlar skýin og gott ef börkurinn er ekki byrjaður að flagna af henni.
 
Ypsilon
1977 - ...


Ljóð eftir Ypsilon

Ástsjúka öspin
Hæg breytileg norðanátt (gengur á með skúrum)
Karlmenni
Andnauð
Snaran
Lítil stúlka