Lítil stúlka
Lítil stúlka dansar milli blómanna,
tekur upp sóley, þefar af henni og flissar,
ó hvað lífið er ljúft.

Litla stúlkan tekur ekki eftir skugganum
sem fellur á blómum vaxið túnið.
Skugga tröllvaxinnar veru.

Litla stúlkan tekur í bandið sem er um háls Búkollu,
teymir hana af stað.
Verður þess ekki vör að Gilitrutt hefur Esjuna á loft.

Litla stúlkan finnur fyrir miklum þunga er Gilitrutt
sveiflar Esjunni og skellir á bak hennar.
Hún þarf að skríða á fjórum fótum leiðar sinnar.

Litla stúlkan neyðist til að drattast með Esjuna á baki sér í gegnum lífið,
skref fyrir skref.
Þungi fjallsins er óbærilegur en litla stúlkan ætlar ekki að gefast upp fyrir Gilitrutt. Hún veit að einn daginn mun Óli lokbrá ganga til liðs við hana.
 
Ypsilon
1977 - ...


Ljóð eftir Ypsilon

Ástsjúka öspin
Hæg breytileg norðanátt (gengur á með skúrum)
Karlmenni
Andnauð
Snaran
Lítil stúlka