Hæg breytileg norðanátt (gengur á með skúrum)
Dagurinn er fallegur,
ákaflega fallegur.
Heiðskýrt og lognmolla.

Eins og hendi sé veifað
hrannast dökk skýin upp.
Heiðskýrt yfir í léttskýjað,
léttskýjað yfir í hálfskýjað,
og þaðan áfram þar til
orðið er alskýjað.
Vindurinn læðist á eftir skýjunum
og eykur kraft sinn þar til
ástandið minnir á heimsókn
fellibylsins Mitch.

Allt sem er steini léttara fýkur um
og enginn hættir sér út.
Fólk er varað við því hættuástandi sem
ríkir af völdum veðursins.

Skyndilega fer að lægja og núna koma
hviður endrum og sinnum og ljósgrá
skýin bera við bláan himininn.

Það bíða allir í ofvæni eftir þeim fagra degi sem ríkti um árið
og hafa fulla trúa á að bráðum verði aftur heiðskýrt og lognmolla.
 
Ypsilon
1977 - ...


Ljóð eftir Ypsilon

Ástsjúka öspin
Hæg breytileg norðanátt (gengur á með skúrum)
Karlmenni
Andnauð
Snaran
Lítil stúlka