Barn Borgarinnar

Forfallinn neitandi
Freistar gæfunnar
Daðrar við dauðann
Nærist á böli
Særist sjaldan
nema þá næsta dag
Framtíðin farin
Skammtíðin liðin
Öll árin verða að einu
ekkert breytir hann neinu
féll af brautinni beinu.

Er þetta lífstíll,
er þetta leti.
Fæddist hann á röngum fleti
Var hann fordæmdur bölsins meti?

Sá hann þá
það sem barn þarf ekki að sjá
Voru fyriryndirnar forfallnar þá?

Bara ef hann hefði gert sín egin spor
í stað þess að feta í þeirra slor.

Þá sæti hann kannski ekki hér
grátbyðjandi og röflandi í mér
Hringdu á lögguna fljótt
mig vantar svo samastað í nótt...
 
bo
2005 - ...


Ljóð eftir bo

í kjöltu mér
Fréttir 20.mars 2005
bíumbíum
Prinsessa í einn dag
Óður til kennara
Sveitasæla
Dauðadæmdur
Barn Borgarinnar
skilnaðarbörn
Bjóst ekki við að vinna
Hættu að sofa