Einn af þeim
geldur á huga og gefinn púkum
griðastað finn ég í dökkum skuggum
svipur sorgar sést ekki í myrkri
sálin í angist leitar að huggun
ljóðin sem sífellt streyma frá fingrum
setjast á hjartað sem banvænn sopi
orðin sem áður táknuðu gleði
í sjónum leynast sem lítill dropi
minnist þess helst í hryggð minni núna
hamingjan áður um sál mína rann
eftir hinstu brú og hinsta bros mitt
sorgbitinn sá ég hvar vegur minn brann
horfi nú fram
dasaður
og þreyttur
efast um nokkuð sem gæti mig glatt
horfi svo aftur
sorgbitinn
og þreyttur
landslagið er visið og flatt
...
vægðarlaus vargurinn bítur hjartað
vesæll í rökkrinu naga ég skinn
hnúarnir minnka og mál mitt brestur
með vissu í huga stíg ég svo inn
og kveð þetta greni
kveð þennan heim
kasta kveðju á skuggana
og verð einn af þeim
kveð þetta andskotans heljarhorn
kveð þennan deyðandi heim
kasta kveðju á skuggana
og verð einn af þeim...
...
þar sem engin sorgin sést
mun ég dvelja fyrir rest
því mér líður allra best
þar sem ekkert er
einhvern tíma mun svo
einhver leita huggunar
einhver leita griða
einhver leita skjóls
hér í faðmi mér
í skuggunum
þar sem engin sorgin er...
griðastað finn ég í dökkum skuggum
svipur sorgar sést ekki í myrkri
sálin í angist leitar að huggun
ljóðin sem sífellt streyma frá fingrum
setjast á hjartað sem banvænn sopi
orðin sem áður táknuðu gleði
í sjónum leynast sem lítill dropi
minnist þess helst í hryggð minni núna
hamingjan áður um sál mína rann
eftir hinstu brú og hinsta bros mitt
sorgbitinn sá ég hvar vegur minn brann
horfi nú fram
dasaður
og þreyttur
efast um nokkuð sem gæti mig glatt
horfi svo aftur
sorgbitinn
og þreyttur
landslagið er visið og flatt
...
vægðarlaus vargurinn bítur hjartað
vesæll í rökkrinu naga ég skinn
hnúarnir minnka og mál mitt brestur
með vissu í huga stíg ég svo inn
og kveð þetta greni
kveð þennan heim
kasta kveðju á skuggana
og verð einn af þeim
kveð þetta andskotans heljarhorn
kveð þennan deyðandi heim
kasta kveðju á skuggana
og verð einn af þeim...
...
þar sem engin sorgin sést
mun ég dvelja fyrir rest
því mér líður allra best
þar sem ekkert er
einhvern tíma mun svo
einhver leita huggunar
einhver leita griða
einhver leita skjóls
hér í faðmi mér
í skuggunum
þar sem engin sorgin er...