Drottinn elskar nörda
“ég gæti verið blaðsnepill
ég gæti verið stökkmús
ég gæti verið hrossafluga
eða lítið forljótt hús...
ég gæti verið borðfótur
ég gæti verið bjórkrús
ég gæti verið fiskifluga
eða lítið forljótt hús...
ég gæti verið könguló
ég gæti verið blaðlús
ég gæti verið geitungur
eða lítið forljótt hús...
því guð minn elskar allt jafn heitt
og guð minn faðmar allt jafn kært
í augum hans við erum eitt
það hef ég gegnum lífið lært...”
sönglaði sunnudagaskólakennarinn
og dinglaði höfðinu
skátahattinum
þverslaufunni
og gítarnum
í takt við “melódíuna”...
ég gæti verið stökkmús
ég gæti verið hrossafluga
eða lítið forljótt hús...
ég gæti verið borðfótur
ég gæti verið bjórkrús
ég gæti verið fiskifluga
eða lítið forljótt hús...
ég gæti verið könguló
ég gæti verið blaðlús
ég gæti verið geitungur
eða lítið forljótt hús...
því guð minn elskar allt jafn heitt
og guð minn faðmar allt jafn kært
í augum hans við erum eitt
það hef ég gegnum lífið lært...”
sönglaði sunnudagaskólakennarinn
og dinglaði höfðinu
skátahattinum
þverslaufunni
og gítarnum
í takt við “melódíuna”...