Svanasöngur ljóðskáldsins
gullið fellur fljótt úr mínum höndum
finnur stað í öðrum betri löndum
hvar það er ég vildi bara vita...
þó ég leiti þunglyndur að svörum
liggur efinn enn á mínum vörum
finn ég streyma kaldan sálarsvita...
hjartað veit hve hjálplaus ég get orðið
hlýjan dvaldi stutt og hefur horfið
hvar hún er ég vildi bara vita...
þó að vínið streymi strítt um æðar
stingur kuldinn sem að úti gnæðar
finn ég flæða kaldan sálarsvita...
eitt sinn fann ég frið í örmum þínum
forðum gat ég haldið þér í mínum
hvar þú ert ég vildi bara vita...
þó að hlýju get ég fundið heima
hugur minn vill bara um þig dreyma
finn ég streyma fjandans sálarsvita...
þó mig dreymir undurfagra drauma
djöflar undir skinni mínu krauma
hvar ég missti mig ég vil nú vita...
þó ég virðist glaðlyndur og góður
grunnt í huga mínum er ég óður
finn ég streyma heitan vítissvita...
vil ég tapa mér í vítis viðjum?
verður friður ef við meira biðjum?
hvar ég missti trúna vil ég vita...
saurlífi og gredda eykst í löndum
ég vil heldur öðlast frið í böndum
finna streyma ljúfan fryggðarsvita...
...
eitt sinn var ég góður
vissi hvert ég stefndi
loforð fögur efndi
og boðskap fagran kenndi
en núna er ég óður...
ljóð mín eitt sinn vissu
hvaða braut þau tóku
og hvaða orð þau spóku
en líkt og ég sjálfur
veit ei hvert ég stefni
ljóðin aldrei verða viss
um eigið yrkisefni...
sál mín óð
aldrei framar
fögur ljóð...
finnur stað í öðrum betri löndum
hvar það er ég vildi bara vita...
þó ég leiti þunglyndur að svörum
liggur efinn enn á mínum vörum
finn ég streyma kaldan sálarsvita...
hjartað veit hve hjálplaus ég get orðið
hlýjan dvaldi stutt og hefur horfið
hvar hún er ég vildi bara vita...
þó að vínið streymi strítt um æðar
stingur kuldinn sem að úti gnæðar
finn ég flæða kaldan sálarsvita...
eitt sinn fann ég frið í örmum þínum
forðum gat ég haldið þér í mínum
hvar þú ert ég vildi bara vita...
þó að hlýju get ég fundið heima
hugur minn vill bara um þig dreyma
finn ég streyma fjandans sálarsvita...
þó mig dreymir undurfagra drauma
djöflar undir skinni mínu krauma
hvar ég missti mig ég vil nú vita...
þó ég virðist glaðlyndur og góður
grunnt í huga mínum er ég óður
finn ég streyma heitan vítissvita...
vil ég tapa mér í vítis viðjum?
verður friður ef við meira biðjum?
hvar ég missti trúna vil ég vita...
saurlífi og gredda eykst í löndum
ég vil heldur öðlast frið í böndum
finna streyma ljúfan fryggðarsvita...
...
eitt sinn var ég góður
vissi hvert ég stefndi
loforð fögur efndi
og boðskap fagran kenndi
en núna er ég óður...
ljóð mín eitt sinn vissu
hvaða braut þau tóku
og hvaða orð þau spóku
en líkt og ég sjálfur
veit ei hvert ég stefni
ljóðin aldrei verða viss
um eigið yrkisefni...
sál mín óð
aldrei framar
fögur ljóð...