Vetur nálgast
nóttin yfir höfugt húmið færist
himinn svarta lakið yfir setur
og á meðan myrkrið dökka nærist
mundar brand sinn aftur kaldi vetur...
sorgin yfir þreytta sálu færist
sinnið sínar vonir burtu setur
og á meðan drunginn djúpi nærist
dafnar þetta frost og þessi vetur...
löngu fallnar vonir fríðar deyja
frostrósir á hjarta mínu dafna
gleðiminningarnar núna þegja
naprar hviður á hjartanu hafna...
aftur færist freisting yfir heilann
finn ég hvernig kuldinn kemur napur
milli lífs og dauða vaknar deilan
dauðinn vinnur fljótt því ég er dapur...
svo rosalega dapur
aftur.
himinn svarta lakið yfir setur
og á meðan myrkrið dökka nærist
mundar brand sinn aftur kaldi vetur...
sorgin yfir þreytta sálu færist
sinnið sínar vonir burtu setur
og á meðan drunginn djúpi nærist
dafnar þetta frost og þessi vetur...
löngu fallnar vonir fríðar deyja
frostrósir á hjarta mínu dafna
gleðiminningarnar núna þegja
naprar hviður á hjartanu hafna...
aftur færist freisting yfir heilann
finn ég hvernig kuldinn kemur napur
milli lífs og dauða vaknar deilan
dauðinn vinnur fljótt því ég er dapur...
svo rosalega dapur
aftur.