Enn fleiri játningar
að undanförnu hef ég fundið mig knúinn
til að segja svo margt við ykkur og marga
en varirnar hafa lokast fyrir orðum
eftir nokkurra ára leiða og þreytu
eru kinnarnar skornar af augnableytu
magi minn er tærður af blygðun og streytu
finn ekki gleði sem forðum
er ég dvaldi í fangi þínu heitu...
verð að gleyma fortíð
verð að lif’í nútíð
verð að finna framtíð
því þetta er ekkert líf
sem ég lifi núna
fann ást og gleði í orðum
sem ég glaður samdi forðum
af tilfinningahita
fann ást og gleði í ljóðum
núna hjartað brotnar óðum
í litla, harða bita...
...
að undanförnu hef ég fundið mig knúinn
til að segja ykkur allt
segi það núna:
ég er andskoti lúinn
mín þolinmæði búin
því hjarta mitt er orðið
svo djöfulli kalt...
til að segja svo margt við ykkur og marga
en varirnar hafa lokast fyrir orðum
eftir nokkurra ára leiða og þreytu
eru kinnarnar skornar af augnableytu
magi minn er tærður af blygðun og streytu
finn ekki gleði sem forðum
er ég dvaldi í fangi þínu heitu...
verð að gleyma fortíð
verð að lif’í nútíð
verð að finna framtíð
því þetta er ekkert líf
sem ég lifi núna
fann ást og gleði í orðum
sem ég glaður samdi forðum
af tilfinningahita
fann ást og gleði í ljóðum
núna hjartað brotnar óðum
í litla, harða bita...
...
að undanförnu hef ég fundið mig knúinn
til að segja ykkur allt
segi það núna:
ég er andskoti lúinn
mín þolinmæði búin
því hjarta mitt er orðið
svo djöfulli kalt...