Ennþá?!
stari á daufa spegilmynd mína á ramma
með penna í hönd finn ég andagift nálgast
í fjarskanum heyri ég örlögin þramma
á hjarta mér þrárnar og minningar tálgast...
andlit hennar frítt á blaðinu skapar ljóð
í huga vængir úr baki hennar lyftast
hvernig get ég samið þennan engil óð
er himinn og víti á sál minni skiptast?
stari á spegilmyndina
sjúskaðri en áður
þreyttari en áður
ennþá koma orðin...
stari á augu mín
óhamingjusamari en áður
hugmyndasnauðari en áður
en ennþá koma orðin...
ástarsorg skapar ennþá hjartanu angist
á svipstundu tár úr hvörmum mínum renna
penninn rispar pappír og orðin hljóta vist
í pári sem senn mun í ruslinu brenna...
ennþá koma orðin og heilinn raðar þeim
hjartað þorir ekki að sýna þau mönnum
ég fel mitt angur fyrir ógnandi heim
illskan úr fólkinu streymir út í hrönnum
og lendir því miður á mér...
hjartað er fangi í hrollköldu brjósti
því hlýjan er farin og sál mín löngu seld
bara ef ég gæti með einhverju þjósti
ég ræki það út til að leita að eld
því það má ekki kulna hér...
og ef ég mætti ráða
ef ég fengi tækifæri
væri það hjá þér
ennþá.
með penna í hönd finn ég andagift nálgast
í fjarskanum heyri ég örlögin þramma
á hjarta mér þrárnar og minningar tálgast...
andlit hennar frítt á blaðinu skapar ljóð
í huga vængir úr baki hennar lyftast
hvernig get ég samið þennan engil óð
er himinn og víti á sál minni skiptast?
stari á spegilmyndina
sjúskaðri en áður
þreyttari en áður
ennþá koma orðin...
stari á augu mín
óhamingjusamari en áður
hugmyndasnauðari en áður
en ennþá koma orðin...
ástarsorg skapar ennþá hjartanu angist
á svipstundu tár úr hvörmum mínum renna
penninn rispar pappír og orðin hljóta vist
í pári sem senn mun í ruslinu brenna...
ennþá koma orðin og heilinn raðar þeim
hjartað þorir ekki að sýna þau mönnum
ég fel mitt angur fyrir ógnandi heim
illskan úr fólkinu streymir út í hrönnum
og lendir því miður á mér...
hjartað er fangi í hrollköldu brjósti
því hlýjan er farin og sál mín löngu seld
bara ef ég gæti með einhverju þjósti
ég ræki það út til að leita að eld
því það má ekki kulna hér...
og ef ég mætti ráða
ef ég fengi tækifæri
væri það hjá þér
ennþá.