Skrattanum skemmt
Konan og maðurinn
voru eitt.
Þá kom djöfullinn og sagði:
„Hahaha, þið eruð ekki neitt,“
og maðurinn dó,
og konan dó.
En djöfullinn hló.

* * * * *

Djöflinum líkaði þessi leikur,
og lék hann aftur hvergi smeykur.
Hans árar allir og grimmdarverur,
ollu usla og sprengdu ljósaperur.

Óx honum svo ásmegin,
að ætlað’ann næstan drottin veginn.
Almættið reyndi, en fékk ei við ráðið,
Ríkið hrundi og Hann var háðið.

Fór herrann að lokum þá sömu leið,
og leikmenn þeir sem fengu djöfulsútreið.
Ljósið var dautt og mennirnir með,
en myrkrahöfðinginn heiminum réð.
 
Bjarni St.
1985 - ...


Ljóð eftir Bjarna St.

Hugleiðing um ástina
Skrattanum skemmt
Á barnum