Litli dátinn með eldspýturnar
Það ásækja mig kóngar og drottningar úr ævintýrunum
ég berst við dreka, frelsa kóngsdóttur
kasta skít í kjaftaóða prinsessu
ríð á hrúti og bræður mínir hæðast að mér
sá hlær best sem ekki hlær
Í dýflissu eigin hugsanna, út í einu horni liggur kveikjari,
drap ég gömlu konuna fyrir gullið, silfrið, koparinn eða kveikjarann.
Stóru hundarnir voru æðislegir,
á morgun verð ég tekinn af lífi
og nú er gasið búið á kveikjaranum og hundarnir hafa verið svæfðir.
ég berst við dreka, frelsa kóngsdóttur
kasta skít í kjaftaóða prinsessu
ríð á hrúti og bræður mínir hæðast að mér
sá hlær best sem ekki hlær
Í dýflissu eigin hugsanna, út í einu horni liggur kveikjari,
drap ég gömlu konuna fyrir gullið, silfrið, koparinn eða kveikjarann.
Stóru hundarnir voru æðislegir,
á morgun verð ég tekinn af lífi
og nú er gasið búið á kveikjaranum og hundarnir hafa verið svæfðir.