Íkorninn í skóginum
Ég er villt,
villt í skóginum,
villt í frumskógi tækifæranna,
villt í frumskógi óendanlegra möguleika og lífsstíla,
villt í náminu,
villt í lífinu.

Mig langar svo að finna tréð mitt,
litla tréð mitt í stóra frumskóginum.
Eina staðinn sem ég á heima á.
Þar eru hneturnar mínar og ungarnir mínir.
Þar er líf mitt...  
Anna Sæunn Ólafsdóttir
1987 - ...
Svona líður mér núna


Ljóð eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur

Fugl
Íkorninn í skóginum
Strengir