Mig langar að skrifa ljóð
Mig langar að skrifa ljóð,
orðin komast eigi út úr mér.
Þau eru þarna,
en þau komast ekki út.

(Þú varst hjá mér í kvöld.
Fingur þínir mjúkir,
augu þín svo falleg,
koss sem féll svo mjúkt á varir mínar,
og orð sem féllu betur í eyrað mitt
heldur en öll heimsins tónlist.
Kveðjustund nálgast
og þrátt fyrir
augun,
orðin,
fingurna
og kossin þá á ég erfitt með að segja:
\"ég elska þig.\"
En allt í einu falla þessi orð út úr mér,
lágt og hljótt:
\"ég elska þig.\"
Ég heyri lítið en samt mjög þæginlegt:
\"sömuleiðis\"
koma til baka.
Fullkomin endir á fullkomnu kvöldi.)

Mig langar að skrifa ljóð,
orðin komast eigi út úr mér.
Þau eru þarna,
en þau komast ekki út.
 
Óskar Kj
1989 - ...


Ljóð eftir Óskar Kj

Blóm Hreinnar Fegurðar
Járn Fuglinn
Kristján Stöðugtvatn Endurlífgaður
Lítið bros á litlum strák
Stjarnan hennar
Skógur Menntunar
Að ganga með þér
DásamlegHeit
Hlutir sem fólk getur ekki verið án
Fullkominn kúla
Pælingar
skilningsleysi
Mig langar að skrifa ljóð
Konungurinn
Kindin
Stjakinn
Kisu saga
Anna og Hreinn
Samvisku ást