Kindin
Kindin stóð, kunni bara
að kúka, bíta og kyngja
langaði henni lengi að fara
langt í fjall að syngja.

Grá kindin gekk af stað
í gegnum landsins engi.
Smá spölur og meira en það
sú hafði verið lengi.

Hún kom að háa tindinum
heppnin var ekki með,
var hún í mesta vindinum
en viljin var eigi peð.

Stundum var mikið af steinum
þá voru mikil hopp,
án nokkurar hljálpar frá neinum
hún komst upp á topp.

Gerði svo greyið sig tilbúna
til að syngja á milli dala,
en fattaði svo eftir ferð lúna
að hún kunni ekki að tala.
 
Óskar Kj
1989 - ...
mín fyrsta tilraun til að gera stðla og höfuðstafi og svoleiðis...
gekk ekkert sérstaklega vel


Ljóð eftir Óskar Kj

Blóm Hreinnar Fegurðar
Járn Fuglinn
Kristján Stöðugtvatn Endurlífgaður
Lítið bros á litlum strák
Stjarnan hennar
Skógur Menntunar
Að ganga með þér
DásamlegHeit
Hlutir sem fólk getur ekki verið án
Fullkominn kúla
Pælingar
skilningsleysi
Mig langar að skrifa ljóð
Konungurinn
Kindin
Stjakinn
Kisu saga
Anna og Hreinn
Samvisku ást