Handan grárrar móðu
stundum er ekki nóg að skrifa þessi ljóð
stunur á blaði því minning var góð
Myrkrið grúfir sig yfir herberginu og veitir mér hlýju í þessu dökka skjóli. Hér sér mig enginn. Hér er enginn. Hér eru engir gluggar. Hér heldur mér enginn né huggar. Hér heldur mér enginn né ruggar til svefns. Aðeins tónarnir úr plötuspilaranum hér varpa orðum í eyru mér og halda mínum sönsum fyrir mig. Má ekki hugsa um þig. Má ekki færa þennan sjúkdóm yfir á næsta stig og gera hann banvænan mér. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vill enginn vera... með mér.
senn teygður á langinn er svartnættisanginn
sem grúfir svo lágt yfir tilveru minni
ég veit enga sök en samt dvel ég hér fanginn
enn sjúkur á geði og loka mig inni...
Það er bankað á hurð. Einhver vill komast hingað inn og læðast í hugann minn. Hver getur það verið sem stendur með kverið og les upp þau ljóð sem mér voru svo góð? Ljóð er ég skrifaði fanginn af ást? Þegar svartnættisanginn aldrei sást og tilveran var sem skást? Löngu kvödd er sú kvenmannsrödd sem áður mér hlýju olli. Er hún komin aftur að nýju? Stendur við dyrnar falskur skolli sem tælir mig út og ælir út birtu sem lendir á mér? Hér er ég hólpinn. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vill enginn vera... með mér.
Myrkur er skjól mitt. Styrkur er skugginn. Lokaður glugginn. Vil ekki fara út á meðal manna og mara í hálfu kafi. Vil ekki týnast í illskunnar hafi og ókunnar lendurnar kanna. Hér hef ég skjól. Hér er mitt ból. Hér get ég glatað mér í myrkri en um leið ratað um allt mitt svæði. Hér hef ég næði. Hérna er myrkur. Hér eflist minn styrkur því enginn hér dvelur. Sólskinið þróttinum stelur. Hugann kvelur því hugur er myrkur sem vill vera myrkur. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vil ég vera... aleinn.
farðu burt því sólskinið eymdina lamar
í birtunni djöfullinn stamar
og nær ekki að koma sínum leiða í mig
vil finna sjúkdóminn komast á næsta stig
og finna gleðina aldrei framar...
því ég geng milli myrkranna sár og hnugginn
með blóðugum höndunum ýfi upp sárin
því hvert sem ég ferðast þar eltir mig skugginn
kveinar í eyru mín miskunnarlaus fjárinn.
elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ýfi upp eldgömlu sárin
vonin horfin
gleðin dáin...
...
Heyri hljóðin berast frá nálægu skýi. Gömlu ljóðin hljóma svo innilega lesin upp af öðrum. Þó ég hafi blóðugur samið og hjarta mitt lamið með hárbeittum orðum er hugur minn fullur af nöðrum sem látast vera aðrar en þær eru. Blindaður af annarri veru reyndi ég að sjá einhverja birtu í alltof björtum heimi því mín eigin birta var alltaf á sveimi. Fann ekki neitt. Vildi bara eitt og það var að fá að vera í friði. Einn á litlu sviði. Leika mitt eigið leikrit eftir handriti minnar handar. Sögupersónan ennþá andar en fljótt verður breyting þar á. Hún fellur í dá. Hún fellur frá. Enginn óvæntur endir því allir vita hvar hún lendir. Þar sem enginn vill vera. Þar verður enginn. Þar vil ég vera... aleinn.
hið heita fang þunglyndis um sig nú hreiðrar
í huganum skuggar brosin burtu reka
nú myrkrið með nærveru hjartað mitt heiðrar
nakinn ég berst hart svo við vopnaða dreka...
finn eldinn umlykja mig
finn hitann umkringja mig
finn kuldann umlykja mig
finn dauðann umkringja mig
fingurnir kremjast og augun fölna
fætur brotnir undan búknum hrynja
húðin öll flagnar og hárin sölna
heilinn bilast og varirnar stynja...
og ég elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ég ýfi með nöglunum sárin
því von mín er horfin
og gleðin er dáin...
...
Heyri djöflana kveða sín ljóð. Heyri öskur og falleg hljóð um leið og ég reyni að fara á fætur. Teygi mig í gluggann til að komast inn í skuggann eins og allar aðrar nætur. Vil festa mig í draumi því ég reika um í straumi sem vill bara leika mig grátt. Hátt og lágt ég berst utan í steina sem kveina og kenna mér um. Vil finna mig brenna í vítislogum um leið og ég kafna í ekkasogum því mér finnst ég eiga það skilið. Vil brúa bilið milli eymdar og dauða og falla inn í logann rauða. Í myrkrinu deyja og sjálfum mér fleygja uns ég finn ekki meira. Vil ekki heyra. Vil ekki fleira. Vil bara vera hér... einn.
mislyndur elti ég myrkrið hvert sem það fer
með hlýju og faðmlögum taka við mér nætur
mér líður ekki illa þar sem ekkert er
því þar get ég óhræddur farið á fætur
þarf ekki að óttast hvern einasta morgun
hvert straumurinn heilann og sál mína teymir
hvort hugurinn taki við hatri og sorgum
hólpinn um næturnar mig óhræddan dreymir
um fögru fljóðin og fallegustu ljóðin
funheitu hjörtun sem draga mig á tálar
þar finn ég gleði og missi aldrei móðinn
þar sem aðgát er höfð í nærveru sálar...
ég elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ég ýfi með tönnunum sárin
því von mín er horfin
og ástin er dáin...
...
Skuggi, myrkur, nótt og rökkur. Ég hef ætíð verið dökkur. Finn fyrir brýnum þörfum til að hætta mínum störfum og leggjast bara niður flatur. Rotna sem maðkamatur. Vegurinn niður er hreinn og beinn. Vil bara vera hér einn. Vil bara deyja... aleinn.
því nú veit ég um stað þar sem mig getur dreymt
að eilífu frjáls undan lífi og grátnum
þar get ég sofið og hlegið, brosað og gleymt
ég öðlast loks hamingju að mér látnum...
frjáls undan illsku og sárum
frjáls undan gráti og tárum
frjáls undan fólki og níði
vil leggjast í næturhýði
vil finna myrkrið ylja mér
og elta það hlýðinn
hvert sem það fer...
...
elti með sálinni myrkrið
er fellur á visin stráin
og hvert sem það annars fer
því handan grárrar móðu
myrkrið bíður
vingjarnlegt
eftir mér.
stunur á blaði því minning var góð
Myrkrið grúfir sig yfir herberginu og veitir mér hlýju í þessu dökka skjóli. Hér sér mig enginn. Hér er enginn. Hér eru engir gluggar. Hér heldur mér enginn né huggar. Hér heldur mér enginn né ruggar til svefns. Aðeins tónarnir úr plötuspilaranum hér varpa orðum í eyru mér og halda mínum sönsum fyrir mig. Má ekki hugsa um þig. Má ekki færa þennan sjúkdóm yfir á næsta stig og gera hann banvænan mér. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vill enginn vera... með mér.
senn teygður á langinn er svartnættisanginn
sem grúfir svo lágt yfir tilveru minni
ég veit enga sök en samt dvel ég hér fanginn
enn sjúkur á geði og loka mig inni...
Það er bankað á hurð. Einhver vill komast hingað inn og læðast í hugann minn. Hver getur það verið sem stendur með kverið og les upp þau ljóð sem mér voru svo góð? Ljóð er ég skrifaði fanginn af ást? Þegar svartnættisanginn aldrei sást og tilveran var sem skást? Löngu kvödd er sú kvenmannsrödd sem áður mér hlýju olli. Er hún komin aftur að nýju? Stendur við dyrnar falskur skolli sem tælir mig út og ælir út birtu sem lendir á mér? Hér er ég hólpinn. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vill enginn vera... með mér.
Myrkur er skjól mitt. Styrkur er skugginn. Lokaður glugginn. Vil ekki fara út á meðal manna og mara í hálfu kafi. Vil ekki týnast í illskunnar hafi og ókunnar lendurnar kanna. Hér hef ég skjól. Hér er mitt ból. Hér get ég glatað mér í myrkri en um leið ratað um allt mitt svæði. Hér hef ég næði. Hérna er myrkur. Hér eflist minn styrkur því enginn hér dvelur. Sólskinið þróttinum stelur. Hugann kvelur því hugur er myrkur sem vill vera myrkur. Hér sér mig enginn. Hér verður enginn. Hér vil ég vera... aleinn.
farðu burt því sólskinið eymdina lamar
í birtunni djöfullinn stamar
og nær ekki að koma sínum leiða í mig
vil finna sjúkdóminn komast á næsta stig
og finna gleðina aldrei framar...
því ég geng milli myrkranna sár og hnugginn
með blóðugum höndunum ýfi upp sárin
því hvert sem ég ferðast þar eltir mig skugginn
kveinar í eyru mín miskunnarlaus fjárinn.
elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ýfi upp eldgömlu sárin
vonin horfin
gleðin dáin...
...
Heyri hljóðin berast frá nálægu skýi. Gömlu ljóðin hljóma svo innilega lesin upp af öðrum. Þó ég hafi blóðugur samið og hjarta mitt lamið með hárbeittum orðum er hugur minn fullur af nöðrum sem látast vera aðrar en þær eru. Blindaður af annarri veru reyndi ég að sjá einhverja birtu í alltof björtum heimi því mín eigin birta var alltaf á sveimi. Fann ekki neitt. Vildi bara eitt og það var að fá að vera í friði. Einn á litlu sviði. Leika mitt eigið leikrit eftir handriti minnar handar. Sögupersónan ennþá andar en fljótt verður breyting þar á. Hún fellur í dá. Hún fellur frá. Enginn óvæntur endir því allir vita hvar hún lendir. Þar sem enginn vill vera. Þar verður enginn. Þar vil ég vera... aleinn.
hið heita fang þunglyndis um sig nú hreiðrar
í huganum skuggar brosin burtu reka
nú myrkrið með nærveru hjartað mitt heiðrar
nakinn ég berst hart svo við vopnaða dreka...
finn eldinn umlykja mig
finn hitann umkringja mig
finn kuldann umlykja mig
finn dauðann umkringja mig
fingurnir kremjast og augun fölna
fætur brotnir undan búknum hrynja
húðin öll flagnar og hárin sölna
heilinn bilast og varirnar stynja...
og ég elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ég ýfi með nöglunum sárin
því von mín er horfin
og gleðin er dáin...
...
Heyri djöflana kveða sín ljóð. Heyri öskur og falleg hljóð um leið og ég reyni að fara á fætur. Teygi mig í gluggann til að komast inn í skuggann eins og allar aðrar nætur. Vil festa mig í draumi því ég reika um í straumi sem vill bara leika mig grátt. Hátt og lágt ég berst utan í steina sem kveina og kenna mér um. Vil finna mig brenna í vítislogum um leið og ég kafna í ekkasogum því mér finnst ég eiga það skilið. Vil brúa bilið milli eymdar og dauða og falla inn í logann rauða. Í myrkrinu deyja og sjálfum mér fleygja uns ég finn ekki meira. Vil ekki heyra. Vil ekki fleira. Vil bara vera hér... einn.
mislyndur elti ég myrkrið hvert sem það fer
með hlýju og faðmlögum taka við mér nætur
mér líður ekki illa þar sem ekkert er
því þar get ég óhræddur farið á fætur
þarf ekki að óttast hvern einasta morgun
hvert straumurinn heilann og sál mína teymir
hvort hugurinn taki við hatri og sorgum
hólpinn um næturnar mig óhræddan dreymir
um fögru fljóðin og fallegustu ljóðin
funheitu hjörtun sem draga mig á tálar
þar finn ég gleði og missi aldrei móðinn
þar sem aðgát er höfð í nærveru sálar...
ég elti með augunum tárin
er falla á visin stráin
ég ýfi með tönnunum sárin
því von mín er horfin
og ástin er dáin...
...
Skuggi, myrkur, nótt og rökkur. Ég hef ætíð verið dökkur. Finn fyrir brýnum þörfum til að hætta mínum störfum og leggjast bara niður flatur. Rotna sem maðkamatur. Vegurinn niður er hreinn og beinn. Vil bara vera hér einn. Vil bara deyja... aleinn.
því nú veit ég um stað þar sem mig getur dreymt
að eilífu frjáls undan lífi og grátnum
þar get ég sofið og hlegið, brosað og gleymt
ég öðlast loks hamingju að mér látnum...
frjáls undan illsku og sárum
frjáls undan gráti og tárum
frjáls undan fólki og níði
vil leggjast í næturhýði
vil finna myrkrið ylja mér
og elta það hlýðinn
hvert sem það fer...
...
elti með sálinni myrkrið
er fellur á visin stráin
og hvert sem það annars fer
því handan grárrar móðu
myrkrið bíður
vingjarnlegt
eftir mér.