Af moldu ertu kominn
Næst mold,
gras.
Nærist, vex, dafnar.
Fyrir sterkar taugar
til moldar,
teygir sig til sólu,
ákveðið að láta taka eftir sér.

En Það er ekki til neins
þar sem sláttumaðurinn
hefur reitt ljáinn
til höggs.

Í fullvissunni yfir að grasið sé grænna hinu megin deyr það drottni sínum í moltukassanum.
 
Loftur Kristjánsson Smári
1963 - ...
Ljóð þetta er úr ljóðabókinni Latexljóð sem gefin var út fyrir jól 2001


Ljóð eftir Loft Kristjánsson Smára

Á KFUK fundi
Það sem verður á vegi mínum 1
Það sem verður á vegi mínum 2
Búddista Barbie.
Dánarfregnir og jarðarfarir
Af moldu ertu kominn
Það sem verður á vegi mínum 3