Snati og Óli
Heyrðu snöggvast, Snati minn,
snjalli vinur kæri,
heldurðu ekki hringinn þinn
ég hermannlega bæri?

Lof mér nú að leika að
látúnshálsgjörð þinni;
ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni.

Jæja þá, í þetta sinn
þér er heimil ólin.
En hvenær koma, kæri minn,
kakan þín og jólin?

 
Þorsteinn Erlingsson
1858 - 1914


Ljóð eftir Þorstein Erlingsson

Athvarfið
Rask
Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd
Til Guðrúnar (Mansaungur)
Huldufólkið
Í Hlíðarendakoti
Snati og Óli
Hreiðrið mitt
Örbirgð og auður
Sólskríkjan
Hulda