Huldufólkið
Nú hef ég gleymt, hver fyrst mjer frá því sagði,
og fráleitt hef jeg verið gamall þá;
það var í hverju horni bænum á
og stal oft því, sem fólkið frá sjer lagði.

En þó var annað margfalt meiri skaðinn
því mart eitt barn, sem frítt og gáfað var,
það huldufólkið burtu með sér bar
og lagði annað ljótt og heimskt í staðinn.

Það kýtti svona kararfauskum sínum
og klæddi menskum hömum til að blekkja;
það var mjer sagt, um sannleik ei jeg veit;
en síðan fjölga fór á vegi mínum,
mjer finst jeg stundum skiftíngs augun þekkja -
nú getur hver einn skygnst um sína sveit.  
Þorsteinn Erlingsson
1858 - 1914


Ljóð eftir Þorstein Erlingsson

Athvarfið
Rask
Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd
Til Guðrúnar (Mansaungur)
Huldufólkið
Í Hlíðarendakoti
Snati og Óli
Hreiðrið mitt
Örbirgð og auður
Sólskríkjan
Hulda