Uppgjör
Þú komst í sófann hjá mér
og virtist hrygg í lund
mér leið svo vel þar hjá þér
þessa einu stuttu stund

Þú gefið ekkert getur
um það er ei að fást
þó ég vildi kynnast betur
þinni einlægustu ást

Þú vilt mig eiga að vini
það vænt mér þykir um
þín fórn er fyrir syni
sem hugsa þarft þú um

Ég finn í mínu hjarta
er sumri halla fer
er myrkvast nóttin bjarta
hve einmanna ég er

Ég taka verð af skarið
og vonlaus segja þér
við verðum ekki parið
sem ég löngum óska mér

Ég á ei neitt að bjóða
nema bara mig
en af konum allra þjóða
enga vil ég nema þig

Nú læt ég á það reyna
hvort tíminn lækni sár
hvort ég hugsi um þig eina
um ókomin ár  
Lewin Bain
1959 - ...


Ljóð eftir Lewin Bain

Þú veist
Uppgjör
Draumur
Löngun
Plásslaust í Paradís
Lítil hönd
Hendur
Hún er sæl