Styrjöld
Heim gengur Tinni, tindátinn,
staðfastur.
Rakinn hjúpar hann ringlaðan.
Hneggjandi hljóð undir fæti.
Og hvað?! og hvað?!
Stál?
Stál sem stingur í augun.
Og hvað?! og hvað?!
Dynjandi taktur hífur mig upp.
bleik móða eða ský?
Bæði,
rós sem fitjar uppá nefið
og hvítur, skjanna.
Meir skjanna en heilagt ljós?
Nei.
 
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn