Halelúja
Það er sko hamagangur í skærum Urðar, Verðandi og Skuldar.
Og við erum sölnandi lauf á Aski Yggdrasils
sem falla til jarðar í takt við snips blaðanna.
Tvinninn í tvennt.
Meistari Taó týnir okkur í krukku og geymir á arni sínum.
Sýpur á grænu tei og tottar sína pípu.
Glottir út í annað og opinberar tóbaksgular tennurnar
sem raða sér um grimmt gin svefnsins.
Þar dvelja blómabörnin.

Til að þau geti unnið stríðið gegn stríði
þurfa þau að há það og grípa til vopna sinna.
Þá mun að lokum ríkja eilífur friður á jörðu amen.
Engin munu þó vitnin verða.  
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn