Óskabrunnur
Í óskabrunninum bergmálar
ómur langana
í höggum mynta
sem dynja í dýpi hans
Sjálfur óskar hann þess einskis heitar
en að fá eigin rödd
svo hann geti óskað sér eigin raddar  
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn