Lítil
Lítill máttur lyfti mér,
lítið gerði eg með hann.
Lítil kom og lítil er,
lítil fer ég héðan.

Aldrei viður vænn og hár
vex í hrjósturlandi.
Líkaminn er limasmár,
lítilsigldur andi.

Ef ég loksins ljósheim næ,
lífs þar stigin hækka.
Skilyrðin ögn skárri fæ
skyldi eg ekki stækka?  
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
1857 - 1933


Ljóð eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum

Til gleðinnar
Lítil
Ég uni illa böndum
Vísa
Í lyngmónum