Lítil
Lítill máttur lyfti mér,
lítið gerði eg með hann.
Lítil kom og lítil er,
lítil fer ég héðan.
Aldrei viður vænn og hár
vex í hrjósturlandi.
Líkaminn er limasmár,
lítilsigldur andi.
Ef ég loksins ljósheim næ,
lífs þar stigin hækka.
Skilyrðin ögn skárri fæ
skyldi eg ekki stækka?
lítið gerði eg með hann.
Lítil kom og lítil er,
lítil fer ég héðan.
Aldrei viður vænn og hár
vex í hrjósturlandi.
Líkaminn er limasmár,
lítilsigldur andi.
Ef ég loksins ljósheim næ,
lífs þar stigin hækka.
Skilyrðin ögn skárri fæ
skyldi eg ekki stækka?