Til gleðinnar
Hve elska eg þig, gleði, með geislana þína,
- án gleði er eg aumlega stödd -
þá sólbros þitt skín inn í sálina mína,
þar syngur hver einasta rödd.
Og þá vil eg öllu því lifandi líkna
og lofa því gleðina sjá.
Allt mannkyn þá vil eg af misgjörðum sýkna
og mildinni konungdóm fá.
Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir
og uppljómar dimmustu göng,
svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir,
og hugurinn fyllist með söng.
Því elska eg þig, gleði, með andlitið bjarta
sem áhugann kveikir og þor.
Þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta,
þú, huga míns syngjandi vor.
- án gleði er eg aumlega stödd -
þá sólbros þitt skín inn í sálina mína,
þar syngur hver einasta rödd.
Og þá vil eg öllu því lifandi líkna
og lofa því gleðina sjá.
Allt mannkyn þá vil eg af misgjörðum sýkna
og mildinni konungdóm fá.
Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir
og uppljómar dimmustu göng,
svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir,
og hugurinn fyllist með söng.
Því elska eg þig, gleði, með andlitið bjarta
sem áhugann kveikir og þor.
Þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta,
þú, huga míns syngjandi vor.