Borgarabragur
Ferstrendar glitra í feiti
fegurð skín og andi
hvíta kristalsins hveiti
hvísland\'ilmur í blandi

Um smettið renna smurðar
smeykur get ei hætt
dýrðinni rauðu dífðar
dæmalaust gosið sætt

Hleifar brúnir í brauðum
brestur siðastreð
dýrunum í mig dauðum
dormandi ég treð

Þreyttur er á þriðja
þrekið undið úr
mikil er mín miðja
maginn orðinn súr

Að linni best að leggja
lúinn skrokk á spreng
slenið eins og sleggja
slafrandi ég geng

Brosand\'inn trítlar brýnið
Bröltir út í skeifum
\"Pant fylla postulínið!
pakka gubb\'og leyfum\"
 
Agúrkan
1973 - ...
Alltaf læt ég glepjast inn á hamborgarastaði


Ljóð eftir Agúrkuna

Hermi nú hver
Ættfræði er ekki fyrir mig
Alltaf sunnudagur á Vogi
Skárra væri það nú.
Varinn skildi góður
Hvert er hljóðið
Skuggi um mig eða ég um hann
Ég get sagt þér það.
Jaspet
Hvað er orðið
Eva
Forgarður fæðingar
Til höfuðs
Konan
Í restina
Ófögnuður fagnaðarerindisins
Fæðing frelsara
Örvænting
Morgun hugvekja
Inn í mig
Til konu
Borgarabragur
Hver röndóttur!!!
Einusinni alltaf
Vetur
Bandstrik
Janúar kaffi
Aðfangadagur
Form og hefðir
Meina vein
Að innan
Ókantaður andskoti
Haustgata
AI
Makamorð
Ljóð meistaranna!
Friður í skjóli blíðu
Óskir
Kreppan er köld
Krónukast
Daufblint ávarp
Fyrirgefning
Sumarást