

Ferstrendar glitra í feiti
fegurð skín og andi
hvíta kristalsins hveiti
hvísland\'ilmur í blandi
Um smettið renna smurðar
smeykur get ei hætt
dýrðinni rauðu dífðar
dæmalaust gosið sætt
Hleifar brúnir í brauðum
brestur siðastreð
dýrunum í mig dauðum
dormandi ég treð
Þreyttur er á þriðja
þrekið undið úr
mikil er mín miðja
maginn orðinn súr
Að linni best að leggja
lúinn skrokk á spreng
slenið eins og sleggja
slafrandi ég geng
Brosand\'inn trítlar brýnið
Bröltir út í skeifum
\"Pant fylla postulínið!
pakka gubb\'og leyfum\"
fegurð skín og andi
hvíta kristalsins hveiti
hvísland\'ilmur í blandi
Um smettið renna smurðar
smeykur get ei hætt
dýrðinni rauðu dífðar
dæmalaust gosið sætt
Hleifar brúnir í brauðum
brestur siðastreð
dýrunum í mig dauðum
dormandi ég treð
Þreyttur er á þriðja
þrekið undið úr
mikil er mín miðja
maginn orðinn súr
Að linni best að leggja
lúinn skrokk á spreng
slenið eins og sleggja
slafrandi ég geng
Brosand\'inn trítlar brýnið
Bröltir út í skeifum
\"Pant fylla postulínið!
pakka gubb\'og leyfum\"
Alltaf læt ég glepjast inn á hamborgarastaði