Dóttir mín.
Þá ertu loksins litla skinn,
inn í heiminn borin.
Því hann lofar, faðir þinn,
að fylgja þér fyrstu sporin.

Nú ertu komin á sjötta ár,
þú stjarna í augunum mínum.
Mörg hefur pabbi þurkað tár,
af votum hvörmum þínum.

Enn hafa árin þotið hjá,
nú eru sextán að baki.
Ég bið þess að faðirinn himninum á,
ávalt yfir þér vaki.

Brátt mun lokið minni vakt,
og brautin mun verða þín.
En sem stoltur faðir get ég alltaf sagt.
Þetta er dóttir mín.
 
Magnús Antonsson
1960 - ...


Ljóð eftir Magnús Antonsson

Baráttan
Hugrenningar yfir fréttatíma
Morgundagurinn
Dóttir mín.