Flöskuskeyti ætlað vinkonu
Það er ekki til neins að öskra á vindinn – sorrý Stína hann hefur alltaf hærra en ég.

Það er til lítils að ætla sér að lægja öldurnar – best er bara að bíða hér í fjörunni, lognið kemur um síðir og ég get sjósett bát minn og róið til þín – ástin mín hafðu biðlund.

Það er til lítils að ætla að senda þér SMS – síminn minn straumlaus og ekkert rafmagn í eyðibyggðum.

Bréfdúfurnar flognar úr dúfnakofanum því fleygi ég þessu skeyti í brimið og vona að það berist þér um síðir.

Vina mín hafðu biðlund ég skal róa bátnum mínum til þín þegar vindinn lægir.
 
Pjetur St. Arason
1967 - ...


Ljóð eftir Pjetur St. Arason

Litli dátinn með eldspýturnar
Ritstuldur eða fölsun
Basho í grasagarði Pragborgar
Flöskuskeyti ætlað vinkonu
vetur